Erlent

Bush hvatti kínversk stjórnvöld til að auka frelsi

George Bush, forseti Bandaríkjanna, og Hu Jintao, forseti Kína, í Peking í dag.
George Bush, forseti Bandaríkjanna, og Hu Jintao, forseti Kína, í Peking í dag. MYND/AP

George Bush, forseti Bandaríkjanna, hvatti í dag kínversk yfirvöld til að auka frelsi á sviði stjórnmála, félagsmála og trúmála, en hann er nú í heimsókn í Kína. Bush ræddi við Hu Jintao, kínverskan starfsbróður sinn, en auk fyrrgreindra mála ræddu þeir viðskipti Kína og Bandaríkjanna.

 

Nokkurrar spennu hefur gætt milli ríkjanna vegna vöruskiptajöfnuðar sem talið er að verði óhagstæður Bandaríkjunum um tólf þúsund milljarða á þessu ári. Fyrir fund leiðtoganna var greint frá því að Kínverjar hygðust kaupa 70 flugvélar af bandaríska flugvélaframleiðandandum Boeing, hugsanlega til þess að friða Bandaríkjamenn vegna vöruskiptahallans.

George Bush er nú á ferð um Asíu og heimsækir Mongólíu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×