Innlent

Verkalýðsfélag Akraness á móti

MYND/Vísir

Verkalýðsfélag Akraness segir ljóst að samningarnir sem SA og ASÍ undirrituðu í gær sé heldur rýr og að samningsaðilar verkafólks hafi ekki sótt viðlíka leiðréttingu kjara og aðrir hópar.

Segir í pistli á heimasíðu félagsins að af tveimur forsendum kjarasamningsins sem nú var endurskoðaður sé annað atriðið, það er að samningarnir yrðu almennt stefnumarkandi fyrir aðra samninga á tímanum, brostið.

Því séu kostnaðaráhrif samningsins, sem gera ráð fyrir 15,8% hækkun á samningstímanum of lág miðað við hópa eins og kennara og fleiri sem náð hafi fram samningum sem beri allt að 27%.

Verkalýðsfélag Akraness er aðili að Starfsgreinasambandi Íslands, en sambandið hefur ákveðið að taka sér frest fram á fimmtudag til að funda með formönnum aðildarfélaga og stjórn, áður en afstaða sambandsins verður lýst.

Miðað við skrif á heimasíðu verkalýðsfélags Akraness er eins víst að fulltrúar þess munu ekki leggja blessun sína yfir samninginn frá í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×