Innlent

Lentu á Spáni

Samskipti Spánar og Bandaríkjanna munu skaðast ef í ljóst kemur að leyniþjónustan CIA hafi millilent á laun á Spáni með meinta hryðjuverkamenn. Þetta segir innanríkisráðherra Spánar sem hefur farið fram á rannsókn um málið. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum notuðu CIA Palma flugvöllinn á Mallorca undir fangaflugið. Um er að ræða 10 lendingar. Meðal áfangastaða fangafluganna frá Mallorca voru Líbía, Alsír, Rúmenía, Makedónía og Svíþjóð að því er fram kemur í spænskum fjölmiðlum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×