Innlent

Kviknaði í bíl

Eldur kviknaði í jeppa þegar honum var ekið upp vestanvert Víkurskarðið í nótt, en ökumaður, sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur. Þegar bíllinn missti afl, nam ökumaðurinn staðar og ætlaði að kíkja á vélina, en þá gaus eldurinn á móti honum. Ekki varð við neitt ráðið og var bíllinn alelda þegar lögregla og slökkvilið komu frá Akureyri. Kranabíll fjarlægði flakið en ekki er vitað um eldsupptök.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×