Innlent

Bíllinn ekki vanbúinn

Það er alrangt að sementsflutningabíll fyrirtækisins sem valt við Egilsstaði fyrr í vikunni hafi á nokkurn hátt verið vanbúinn til vetraraksturs, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri BM Vallár, og gerir athugasemd við frétt Stöðvar 2 af veltunni.

" Bíllinn var búinn nýjum negldum vetrarhjólbörðum að framan, nýjum vetrarhjólbörðum á drifhjólum og dekkjabúnaður tengivagns í góðu lagi," segir Þorsteinn í yfirlýsingu og heldur áfram:

 

"Lögreglan á Egilsstöðum gerði ekki nokkrar athugasemdir við dekkjabúnað bílsins á slysstað og af samtali undirritaðs við yfirlögregluþjón á Egilsstöðum verður ekki annað séð en að ummæli lögreglumanns á slysstað hafi verið rangtúlkuð út frá þeirri staðreynd að bíllinn hafi ekki verið búinn keðjum. Keðjur við þessar aðstæður hefðu hins vegar aðeins virkað sem skautar á svelli. Aksturslag bílstjórans og útbúnaður var því í fullu samræmi við þær aðstæður sem hann taldi vera fyrir hendi.

 

Orsök slyssins voru þau að alger glæra hafði myndast á þessum vegarkafla og vegarkaflinn hafði ekki verið sandaður umræddan dag og var ekki sandaður fyrr en yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum kallaði sérstaklega eftir því í kjölfar slyssins."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×