Innlent

Tína hundaskít á Geirsnefi

Hundaeigendur ætla að gera sér glaðan dag á Geirsnefi á morgun - og tína hundaskít. Þrátt fyrir að öll aðstaða sé til að hreinsa upp eftir hunda þarna, skortir á hirðusemi hundaeigenda, sem getur leitt til þess að hundar veikist og jafnvel drepist.

Daglega koma hundar og eigendur þeirra í tugatali á Geirsnef í Elliðavogi og þar verður, eðli málsins samkvæmt, ýmislegt eftir. Reynar er búið að koma upp mjög góðri aðstöðu þar, gerði fyrir hundana, ljósastaurum og ruslastunnum með sérhönnuðum hundaskítspokum. En að virðist ekki duga til og hundaskítur er vandamál á staðnum.

Hundaskítstínslumenn ætla að hittast klukan 2 á morgun og er búist við góðri þátttöku, enda skiptir þetta máli fyrir heilsufar hundana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×