Innlent

Fimmti hver Dani hefur smitast af kynsjúkdómi

Danir eru ekki duglegir að nota smokka ef marka má niðurstöður Durex könnunar þar í landi. Tveir af hverjum þremur aðspurðra í könnuninni hafa stundað óvarið kynlíf. Það hefur líka haft sínar afleiðingar að því er virðist, en einn af hverjum fimm þátttakendum í könnuninni hafa smitast af kynsjúkdómi.

Þetta kemur fram í frétt Politiken um alþjóðlegu kynlífskönnun Durex fyrir árið 2005. Alls hafa 20% Dana smitast af kynsjúkdómi. Danir geta þó glaðst yfir því að vera ekki með hæsta hlutfall yfir smitaða af löndunum sem tóku þátt í könnuninni, Norðmenn njóta þess vafasama heiðurs að vera með hæstu tíðni þeirra sem hafa smitasta af kynsjúkdómum eða 21%. Charlotte Wilken-Jensen, yfirlæknir á Hróarskelduspítala, segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart. Danir hafi opin viðhorf gagnvart kynlífi en það sé ekki mikil hræðsla gagnvart kynsjúkdómum þegar fólk stundi óvarið kynlíf, fólk sé frekar hrætt við þungun. Algengustu kynsjúkdómarnir sem greinast hjá fólki í Danmörku eru klamidía og kynfæravörtur. Tíðni klamidíutilfella hefur aukist verulega í Danmörku síðustu tíu ár eða úr tæpum 14.þúsund tilfellum upp í rúm 21. þúsund tilfelli. Wilken-Jensen segir að margir haldi að sjúkdómarnir séu hættulegir þar sem hægt sé að lækna þá tiltölulega auðveldlega. Það sé hins vegar ekki alveg rétt, en klamidía geti til að mynda gert konur ófrjóar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×