Innlent

Fékk 18 mánuði fyrir þjófnaði og tilraun til fjársvika

MYND/Vísir

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir ýmis brot, þar á meðal þjófnaði og tilraun til fjársvika. Maðurinn var meðal annars dæmdur fyrir að hafa stolið skjávarpa af skrifstofu Sjóvá-Almennra og tilraun til að svíkja út vörur í verslun 10-11 í Kópavogi með stolnu debetkorti. Þegar það heppnaðist ekki hrifsaði hann vörur úr versluninni og hljóp á brott. Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða 10-11 skaðabætur að upphæð rúmlega 6.200 krónur, fyrir utan málsvarnarlaun upp á ríflega 190 þúsund krónur. Maðurinn á þónokkurn sakaferil að baki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×