Innlent

Konan laus

MYND/Páll

Árásarkona sem gerði tilraun til að ræna leigubílstjóra í gær með loftbyssu var látin laus eftir yfirheyrslur. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort hún verður ákærð.

Í fréttum okkar í morgun sagði leigubílstjórinn að hann væri mjög ósáttur yfir hve langan tíma það hefði tekið lögregluna að koma á staðinn. Að sögn Geir Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Reykjavík, var hringt frá skiptiborði Hreyfils í lögregluna klukkan 19.47 í gærkvöldi.

Lögreglunni var tjáð að um vopnað rán væri að ræða í einum leigubíla stöðvarinnar og að bílinn væri við hús Orkuveitunnar að Bæjarhálsi.

Undanfarar sérsveitar og lögreglumenn fór strax þangað. Fimm mínútum síðar var hringt aftur í lögregluna og henni tilkynnt að röng staðsetning hefði verið gefin upp, bíllinn væri við gamla Orkuveituhúsið við Ármúlann.

Fyrsti bíll frá lögreglunni var mættur þangað innan við tíu mínútum frá því tilkynning barst. Konan var síðan handtekin klukkan 20.16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×