Innlent

Krónan lækkaði áfram í morgun

Gengisvísitala krónunnar veiktist um eitt prósent í gær og fór í 102,8 stig. Hún hélt áfram að lækka í morgun, en aðeinns lítils háttar. Eiríkur Guðnason, bankastjóri Seðlabanka Íslands, segir að lækkunin eigi ekki að koma neinum á óvart. Um litla breytingu sé að ræða en krónan hafi verið mjög sterk undanfarið. Þrátt fyrir að krónan hafi veikst um tvö komma fjögur prósent síðastliðina þrjá daga er hún enn mjög há í sögulegu samhengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×