Innlent

Verðbólga lækkar í fyrsta sinn í fimm mánuði

MYND/Valgarður

Vísitala neysluverðs í nóvember 2005 lækkaði um 0,16 prósent frá fyrra mánuði og mælist nú 248 stig. Ef ekki er tekið tillit til húsnæðis er vísitalan 231,5 stig og lækkaði hún um 0,43 prósent milli mánaða. Verðbólga síðustu tólf mánaða mælist því nú 4,2 prósent og lækkaði um 0,4 prósentustig á milli mánaða, en fimm mánuðir eru síðan verðbólga hér á landi lækkaði síðast.

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um tvö prósent sem jafngildir 8,1 prósents verðbólgu á ári en lækkun frá síðasta mánuði nemur 1,6 prósentum. Eigið húsnæði í vísitölu neysluverðs hækkaði um 0,9 prósent og námu vísitöluáhrif þess 0,16 prósentum. Á móti þessu vógu áhrif af lækkun meðalvaxta um 0,02 prósent og olíuverðslækkanir sem námu 4,8 prósentum í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×