Innlent

Hollensk starsmannaleiga vill senda starfsmenn hingað

Hollenska starfsmannaleigan Inter-Galaxy er að búa sig undir að stofna útibús hér á landi og hefur óskað eftir upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu um lög og reglugerðir um starfsemi starfsmannaleiga.

Forstjóri fyrirtækisins, Charles Ezedi, segir að fyrirtækið vilji hefja starfsemi eins fljótt og hægt er. Íslenski markaðurinn sé ekkert lítill markaður, hann sé stór markaður miðað við aðra markaði þar sem enga vinnu sé kannski að fá.

Ezedi kveðst vita af þeim vanda sem stjórnvöld hérlendis hafi lent í með starfsmannaleigur og segist reiðubúinn að hjálpa til við að vinna úr þeim vanda. Hann segir sitt fyrirtæki leggja áherslu á heiðarleg vinnubrögð, það greiði starfsmönnum í samræmi við kjarasamninga og standi skil á öllum opinberum gjöldum. Fyrirtækið tryggi að verkin séu vel unnin.

Inter-Galaxy er alþjóðleg starfsmannaleiga sem hefur starfað frá árinu 1997 og leigir út starfsmenn víða um heim. Fyrirtækið er þó fyrst og fremst með starfsemi í Hollandi og á Írlandi. Stór hluti starfsmanna Inter-Galaxy er frá Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×