Innlent

Rannsókn á lokastigi

Rannsókn á fíkniefnasmygli með póstsendingum er á lokastigi. Karli og konu sem dæmd voru í gæsluvarðhald nýverið hefur verið sleppt. Búist er við að ákæra verði lögð fram um leið og rannsókn málsins lýkur. Kona og karl voru handtekin 19. október og síðan dæmd í gæsluvarðhald til 28. október síðastliðinn vegna gruns um smygl á fíkniefnum til landsins með póstsendingum. En konan var starfsmaður á pósthúsi. Konunni var sleppt úr gæsluvarðhaldi á fimmtudag í síðustu viku en gæsluvarðhald yfir karlinum var framlengt þar til í dag. Honum var svo sleppt í gær. Fleiri aðilar hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið en ekki liggur fyrir að svo stöddu, hvort fleiri aðilar verði ákærðir í málinu. Fíkniefnadeild Lögreglunnar í Reykjavík fer með rannsókn málsins. Rannsókn þess miðast við að fleiri en einni sendingu fíkniefna hafi verið smyglað með þessum hætti til landsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×