Erlent

Tuttugu féllu í árás í Rússlandi

Tuttugu lágu í valnum eftir árás á borgina Nalchik í Kabardino-Balkaria héraði Rússlands, skammt Tsjetsjeníu þar sem borgarastríð hefur geisað meira og minna án láts síðasta áratuginn.  Talið er að hinir látnu séu allir hermenn og öryggisverðir, þeir voru allir í einkennisbúningum að sögn lækna á sjúkrahúsi borgarinnar. Ekki er ljóst hverjir árásarmennirnir voru en nálægðin við Tsjetsjeníu gefur til kynna að þarlendir uppreisnarmenn hafi verið að verki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×