Innlent

Bæjarstjórn áminnt

Félagsmálaráðuneytið áminnti Bæjarstjórn Vestmannaeyja og gerði alvarlegar athugasemdir við drátt á afgreiðslu á þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar um að ganga inn í eignarhaldsfélagði Fasteign hf. Einnig er gerð athugasemd við að gögn um breytingar á samningum við Fasteign ehf. bárust bæjarfulltrúum með skemmri fyrirvara en kveður á um í 11. grein samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar. Ráðuneytið baðst velvirðingar á þeim mikla drætti, og útskýrði með annríki, sem orðið hefur á afgreiðslu þessa máls en bæjarstjórnarfundur sem áminnt var vegna var haldinn 16. september 2004. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, furðar sig á áminningunni því hann segir bæjarstjórn hafa beðið um frest þar sem áætlunin var ekki tilbúin í tíma, og fengið hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×