Innlent

Ekki einhugur um Óshlíðina

Ekki ríkir algjör einhugur um þá ákvörðun samgönguráðherra að að byggja 1220 metra jarðgöng í Óshlið milli Einbúa og Hrafnakletts og hafa aðilar sem hófu undirskrfitasöfnun í febrúar undir heitinu "Við viljum jarðgöng " nú hleypt krafti í baráttu sína og hnykkja á kröfum sínum um frekari úrbætur á vegamálum á Vestfjörðum. Þar er ríkisstjórnin hvött til þess að beita sér fyrir gerð jarðgangna frá Bolungarvík til Ísafjarðar þ.e. úr Syðridal í Vestfjarðargöngin sem fyrir eru og jarðgangna frá Súðavík til Ísafjarðar við flugvöllinn eins og verið hefur í umræðunni. Pálína Vagnsdóttir, einn af hvatamönnum undirskriftasönfunarinnar sem ber heitið "Við viljum jarðgöng" hefur ýmsar skoðanir á þeirri ákvörðun ríkisstjórinnar að ráðast í gangagerð við Óshlíð. Hún segir þá leið vera enn eina bráðabirgðalausnina fyrir landsvæðið í heild sinni. Hún segir marga Vestfirðinga hafa beðið lengi eftir framtíðarlausn í þessu máli og baráttuhugurinn fyrir öruggri leið gerði það af verkum að farið var af stað með undirskriftalistann. Hún segir forsvarsmenn listans að sjálfsögðu fagna því að göngin verði gerð en vill benda á að aðrar leiðir verði skoðaðar í staðinn fyrir að fara beint í það að plástra Óshlíðina meirar og frekar.  Hún vill sjá vilja til þess að byggja landshlutann þannig upp að hann eigi sér einhverja framtíð og grunnurinn fyrir þeirri framtíð er að samskiptin verði aukin og að landssvæðið verði eitt atvinnusvæði. Ef samgöngur eru ekki í lagi þá verður svæðið seint eitt atvinnusvæði eða byggðakjarni, benti Pálína á að lokum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×