Innlent

Hillir undir lok rannsóknar

„Ég er að gera mér þá hugmynd að nú hilli undir lokin á þessari rannsókn,“ segir Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Jón segir að of snemmt sé að fullyrða um hvert framhald málsins verði. „Þegar rannsókn lýkur verður að meta hvort tilefni er til ákæru og um það er ekkert hægt að segja,“ bætir Jón við. Lögreglurannsókn hefur nú staðið yfir í um tvö ár og hefur hún bæði beinst að brotum olíu­félaganna og einstaklinga sem taldir eru hafa skipulagt verðsamráðið. Á sama tíma er yfirvofandi málarekstur á hendur olíufélögunum þar sem meðal annars Reykjavíkurborg hefur farið fram á 150 milljónir króna í skaðabætur. Í júní á þessu ári ákvað Samkeppnisráð að veita félögunum þremur, Esso, Olís og Skeljungi, heimild til þess að reka sameiginlega afgreiðslustöð á Keflavíkurflugvelli. Samkeppnisráð hafði áður beint þeim tilmælum til olíufélaganna að þau skyldi leggja af samvinnu í tengslum við eldsneytissölu á flugvellinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×