Innlent

Hnífurinn ófundinn

Hnífurinn sem notaður var í grófri líkamsárás í Bæjargili í Garðabæ um síðastliðna helgi er enn ófundinn. Að sögn lögreglu í Hafnarfirði miðar rannsókn málsins þó að öðru leyti vel. Ekki er þó útséð hvort krafist verður framlengingar gæsluvarðhaldsins yfir piltunum þremur en samkvæmt úrskurði frá því á sunnudag losna tveir þeirra úr varðhaldi í dag og meintur forsprakki á föstudag. Fórnarlamb piltanna er á batavegi. Hann er nú á almennri deild á Landsspítala í Fossvogi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×