Innlent

Rannsókn enn í fullum gangi

Rannsókn á sjóslysinu í Viðeyjarsundi er enn í fullum gangi og ekki ljóst hvenær niðurstaða liggur fyrir. Þetta segir Jón A. Ingólfsson, framkvæmdastjóri rannsóknarnefndar sjóslysa. Ekki liggur til dæmis enn fyrir hver var við stýri bátsins þegar hann steytti á skeri með þeim afleiðingum að tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust. Búast má við því að rannsóknin muni taka nokkrar vikur eða jafnvel mánuði í viðbót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×