Innlent

Stærsta flugvél í heimi á Íslandi

Stærsta flugvél í heimi, Antonov 225, lenti á Keflavíkurflugvelli í nótt á leið sinni til Bandaríkjanna. Hún var að koma frá Grikklandi með gríðarstórar rafstöðvar sem nota á á hamfarasvæðunum í suðurríkjum Bandaríkjanna. Vélin er 84 metra löng og með 88,5 metra vænghaf. Hún hefur sex hreyfla og fulllestuð er hún um 650 tonn. Vélin, sem var upphaflega smíðuð í Úkraínu til að flytja geimför Sovétmanna á sínum tíma, er jafnvel stærri en þær risastóru farþegaþotur sem bæði Airbus og Boeing eru að smíða og hafa enn ekki verið teknar í notkun. Áætlað var að vélin héldi för sinni áfram til Bandaríkjanna nú í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×