Innlent

Lektor KHÍ gagnrýnir Landsvirkjun

Lektor Kennaraháskóla Íslands, Ólafur Páll Jónsson, gagnrýnir Landsvirkjun harðlega í Fréttablaðinu í dag vegna áforma fyrirtækisins um að útbúa námsefni fyrir grunnskólanemendur og bjóða aðstoð við að kenna það. Segir Ólafur Páll það ekki vera hlutverk Landsvirkjunar að semja eða kenna námsefni í grunnskólum landsins og gagnrýnir hann sérstaklega hlut Landsvirkjunar í því að gera börn að þátttakendum í umdeildum framkvæmdum eins og Kárahnjúkavirkjun.  Í bréfi sem Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur sent skólastjórum grunnskóla á síðustu vikum er skólum boðið upp á fræðsluefni um Kárahnjúkavirkjun og starfsemi fyrirtæksins og skorað á skólana að nýta sér efnið til kennslu. Tilgangurinn er, að sögn, samkeppni milli grunnskólabarna þar sem sigurvegarinn fær að leggja hornstein að Kárahnjúkavirkjun ásamt forseta Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×