Innlent

Krabbameinslyf barna var ófáanlegt

Nýlega var algengt lyf sem notað er við krabbameinsmeðferð barna, svo og ýmsum gigtarsjúkdómum  ekki fáanlegt hér á landi, að sögn Ólafs Gísla Jónssonar barnalæknis á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Allmargar kvartanir hafa borist frá læknum til Landlæknisembættisins að undanförnu vegna skorts á tilteknum lyfjum frá innflytjendum. Þá kvarta þeir undan því að lyf, sem notuð hafi verið lengi, séu allt í einu tekin af skrá og sett á sérstakan undanþágu­lista. Jafnframt að innflytjendur hætti að flytja inn ákveðin lyf, en hefji innflutning annarra í staðinn sem hafi sömu verkun, en séu oft dýrari. Loks snúast kvartanir læknanna um að innflutningi sé hætt á einhverjum lyfjaformum, til dæmis mixtúrum sem henti börnum, og séu þá aðeins fáanleg í töfluformi. Ólafur Gísli segir, að skortur á krabbameinslyfinu sé eitthvað sem ekki eigi að geta gerst. Hann bætir við að í þessu tilviki hafi læknar staðið frammi fyrir því að engin apótek á Reykjavíkursvæðinu hafi virst eiga þetta tiltekna lyf. Brugðist hafi verið við með því að panta það með hraði frá öðrum framleiðanda í Danmörku þannig að enginn skaði hafi hlotist af þessu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×