Erlent

Tyrkir bjartsýnir

Stjórnvöld í Tyrklandi eru bjartsýn á aðildarviðræðurnar sem hefjast formlega við Evrópusambandið í Brussel á morgun, þrátt fyrir að mikil andstaða sé við aðildina innan sumra ESB-ríkja. Forseti Tyrklands sagði í ávarpi til tyrkneska þingsins í dag að ekki kæmi til greina að hverfa frá þeim áformum að ganga til liðs við ESB. Hann varaði leiðtoga Evrópusambandsins við því, að allar frekari hindranir fyrir aðildinni, myndu hafa slæm áhrif á þróun álfunnar í framtíðinni. Javier Sólana, sem fer fyrir utanríkismálum ESB, segist binda vonir við að samkomulag náist á síðustu stundu um aðild Tyrkja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×