Erlent

Átu milliveggi

New Jersey ríki hefur verið dæmt til að greiða fjórum ungum bræðrum jafnvirði 760 milljóna króna í skaðabætur en starfsmönnum félagsmálayfirvalda yfirsást að fósturforeldrar þeirra höfðu svelt þá árum saman. Upp komst um málið árið 2003 en þá var elsti bróðirinn, þá nítján ára gamall, gripinn við að gramsa í ruslatunnum. Hann leit út fyrir að vera sjö ára. Í ljós kom að fjórir bræður hans sem komið hafði verið í fóstur voru í svipuðu ásigkomulagi. Þeir höfðu verið sveltir en reynt að draga fram lífið á gifsþilplötum og hráu pönnukökudeigi. Fósturforeldrarnir neituðu öllum ásökunum og sögðu drengina glíma við átröskun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×