Erlent

Kosið í Dresden í dag

Íbúar Dresden í Þýskalandi ganga loks að kjörborðinu í dag og er búist við að úrslitin þar geti ráðið miklu um hvort Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, eða Gerhard Schröder, leiðtogi jafnaðarmanna, muni hreppa kanslarastólinn. Kjörfundi í Dresden var frestað á dögunum þar sem einn frambjóðendanna andaðist. Enda þótt úrslitin þar muni ekki hafa afgerandi áhrif á heildarniðurstöður kosninganna gætu þau orðið til að höggva á hnútinn í stjórnarmyndunarviðræðunum. Leiðtogar beggja stóru flokkanna sóttu borgarbúa heim á föstudag til að sannfæra þá um ágæti sitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×