Erlent

Innkalla ákveðnar gerðir af Saab

Saab-bílaverksmiðjurnar hafa ákveðið að innkalla 300 þúsund bifreiðar af gerðinni Saab 9-3s og 9-5s af árgerð 2000 til og með 2002 vegna galla í kveikjukerfi þar sem kerfið hefur tilhneigingu til að yfirhitna. Við innköllun verður skipt um kveikjukerfi í bílunum. Innköllunin er á heimsvísu svo að íslenskir eigendur þessara bíla geta átt von á því að samband verði haft við þá á komandi mánuðum og skipt um kveikjukerfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×