Erlent

Aðstoðarmaður Rasmussens ákærður

MYND/Reuters
Áróðursmeistari og aðstoðarmaður Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, virðist geyma fleiri beinagrindur í skápnum en áður hefur verið talið. Töluvert hefur blásið um hann undanfarið og nú hefur hann formlega verið ákærður fyrir fjárdrátt og margvíslegt fjármálamisferli sem varðar meðal annars óeðlilegan risnukostnað og misnotkun á fé ríkisins. Því eru allar líkur á því að hann láti af störfum hið snarasta á meðan mál hans eru rannsökuð nánar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×