Erlent

Rangfærslur í fréttum

Danska útvarpsréttarnefndin hefur áminnt ríkisreknu sjónvarpsstöðina TV2 fyrir að birta fréttir um glæpagengi innflytjenda sem beinlínis voru byggðar á rangfærslum. Fréttirnar birtust fyrst um miðjan júlí, skömmu eftir hryðjuverkin í Lundúnum, og var því slegið uppþar að "ungir innflytjendur byggju sig undir stríð." Lögregla lýsti því hins vegar skömmu síðar yfir að unglingagengið væri ekki til og meintir félagar í því sem rætt var við sögðust hafa verið beittir þrýstingi til að gefa viðtal. Þar að auki kom í ljós að stór hluti myndskeiðanna í fréttunum var úr tónlistarmyndbandi og hafði því ekkert fréttagildi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×