Erlent

Blair alls ekki hættur

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, telur ekki tímabært að víkja fyrir nýjum manni. Það hljómaði að minnsta kosti ekki sem svanasöngur hjá leiðtoganum þegar hann hét því á ársþingi Verkamannaflokksins í dag að vinna áfram að umbótum í landinu. Í stað þess að greina félögum sínum í Verkamannaflokknum frá því að hann teldi eðlilegt að nýr maður tæki við af sér, þá greindi Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, frá umfangsmiklum áætlunum sínum, sem miða að því að styrkja efnahag og heilbrigðiskerfi landsins og efla menntun og samgöngur. Miklar vangaveltur hafa verið um það að undanförnu hvort Blair teldi tímabært að víkja fyrir Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem leiðtogi Verkamannaflokksins, en Blair undirstrikaði að hann væri langt frá því að hætta. Hann ræddi Íraksmálin og hafnaði meðal annars kröfu andstæðinga sinna um að draga átta þúsund og fimm hundruð manna breskt herlið frá Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×