Erlent

Tugþúsundir lyfjaskammta sendir

Ástralar munu gefa Indónesum 50 þúsund skammta af lyfinu Tamilflu til þess að hjálpa þeim að berjast við fuglaflensu sem þegar hefur dregið sex manns til dauða í Indónesíu. Fuglaflensa hefur nú fundist í fiðurfénaði í tveimur þriðju af héruðum Indónesíu. Auk þeirra sex sem hafa látist eru á annan tug manna á sjúkrahúsi með einkenni sem svipar til einkenna veikinnar. Vonast er til að lyfið nýtist í baráttunni gegn sjúkdómnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun sjá um að dreifa lyfjunum þannig að hættan á því að veiran breiðist frekar út sé sem minnst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×