Erlent

Tekur heimildamynd hér á landi

Fjölmennt kvikmyndagerðarlið verður í för með sópransöngkonuninni og Íslandsvininum Kiri Te Kanawa, þegar hún kemur hingað til lands til að syngja á tónleikum í Háskólabíói 5. otkóber. Tilefnið er að svissneski úraframleiðandinn Rolex er að gera heimildamynd um hana, sem eina af mörgum sendiherrum Rolex í listaheiminum, en í þeim hópi er meðal annars Placido Domingo. Kanawa, sem er nýsjálensk, valdi Ísland sem bakgrunn myndarinnar og segist vilja að myndin sýni sig við þær aðstæður sem hún uni sér vel í, og á þeim stöðum sem henni þyki vænt um. Til stendur að sýna myndina víða um heim og eru vonir bundnar við að hún verði góð landkynning.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×