Innlent

Nýr sýslumaður á Seyðisfirði

Lárus Bjarnason lætur af embætti sýslumanns á Seyðisfirði í næsta mánuði og tekur hann við starfi hjá Tollstjóraembættinu í Reykjavík. Ástríður Grímsdóttir, sýslumaður í Ólafsfirði, verður sett í embætti sýslumanns á Seyðisfirði í stað Lárusar 15. október næstkomandi og mun Ástríður flytjast búferlum austur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður nýr sýslumaður ekki skipaður í hennar stað í Ólafsfirði, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn, heldur mun sýslumannsembættið í Ólafsfirði falla undir Björn Jósef Arnviðarsson, sýslumann á Akureyri. Þrjú sýslumannsembætti eru nú á Eyjafjarðarsvæðinu: Á Akureyri, Siglufirði og í Ólafsfirði. Sameinist þessi þrjú sveitarfélög, í kjölfar sameiningarkosninganna 8. október, er ljóst að sýslumannsembættin á Siglufirði og í Ólafsfirði verða lögð niður með sama hætti og sýslumannsembættið í Neskaupstað var lagt niður með sameiningu Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Neskaupstaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×