Bikarúrslitin í dag 23. september 2005 00:01 Það má búast við miklum baráttuleik í dag þegar Fram og Valur mætast í úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram, hefur þurft að beita öllum ráðum til þess að fá sína leikmenn til þess að einbeita sér að leiknum eftir að hafa fallið í 1.deild um síðustu helgi. "Við hittumst strax á sunnudeginum eftir leikinn gegn FH og sleiktum sárin saman. Eftir æfingu á mánudaginn voru skýr skilaboð til hópsins að leggja Íslandsmótið til hliðar. Öll orka okkar hefur því farið í að hugsa um þennan leik og það er ögrandi verkefni fyrir okkur að vinna bikarinn og það er okkar markmið að sjálfsögðu að verða bikarmeistarar." Töluverðar deilur urðu í sumar þegar Daninn Bo Henriksen, sem kom til Fram frá Val, skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Fram á Val en forráðamenn Vals héldu því fram að gert hefði verið heiðursmannasamkomulag um að Bo myndi ekki leika gegn Val. Ólafur er sannfærður um að það sé búið að leysa farsællega úr þeim deilum. "Forráðamenn félaganna hafa leyst þetta mál farsællega. Ég einbeiti mér fyrst og fremst að því að mæta til leiks með einbeittan hóp leikmanna sem staðráðnir eru í því að vinna þennan titil."Valsmenn komu upp úr 1. deildinni og enduðu í 2. sæti í Landsbankadeildinni eftir að hafa haldið í við FH framan af móti. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, segir þennan árangur ekki hjálpa til þegar komið er í úrslitaleikinn. "Það er mikil tilhlökkun í hópnum. Það er stórkostlegt að vera kominn alla leið í úrslitlaleikinn og nú er það undir okkur komið að vinna titil fyrir félagið. Það er aðeins tvennt sem kemur til greina í úrslitaleik eins og þessum. Annaðhvort verða mikil vonbrigði eða tóm hamingja. Vonandi skilar góður undirbúningur hamingjusömum endi á þessum leik." Willum er ánægður með hvernig sumarið hefur gengið og segist vera búinn að ná þeim markmiðum sem sett voru fyrir mót. "Fyrsta markmið var að tryggja tilverurétt okkar í efstu deild. Síðan settum við okkur markmið að vera í toppbaráttunni í Landsbankadeildinni og nú er Valur komið í Evrópukeppni. Þannig að öllum markmiðum hefur verið náð. Nú verðum við bara ljúka að sumrinu með bikarmeistaratitli." Íslenski boltinn Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sjá meira
Það má búast við miklum baráttuleik í dag þegar Fram og Valur mætast í úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram, hefur þurft að beita öllum ráðum til þess að fá sína leikmenn til þess að einbeita sér að leiknum eftir að hafa fallið í 1.deild um síðustu helgi. "Við hittumst strax á sunnudeginum eftir leikinn gegn FH og sleiktum sárin saman. Eftir æfingu á mánudaginn voru skýr skilaboð til hópsins að leggja Íslandsmótið til hliðar. Öll orka okkar hefur því farið í að hugsa um þennan leik og það er ögrandi verkefni fyrir okkur að vinna bikarinn og það er okkar markmið að sjálfsögðu að verða bikarmeistarar." Töluverðar deilur urðu í sumar þegar Daninn Bo Henriksen, sem kom til Fram frá Val, skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Fram á Val en forráðamenn Vals héldu því fram að gert hefði verið heiðursmannasamkomulag um að Bo myndi ekki leika gegn Val. Ólafur er sannfærður um að það sé búið að leysa farsællega úr þeim deilum. "Forráðamenn félaganna hafa leyst þetta mál farsællega. Ég einbeiti mér fyrst og fremst að því að mæta til leiks með einbeittan hóp leikmanna sem staðráðnir eru í því að vinna þennan titil."Valsmenn komu upp úr 1. deildinni og enduðu í 2. sæti í Landsbankadeildinni eftir að hafa haldið í við FH framan af móti. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, segir þennan árangur ekki hjálpa til þegar komið er í úrslitaleikinn. "Það er mikil tilhlökkun í hópnum. Það er stórkostlegt að vera kominn alla leið í úrslitlaleikinn og nú er það undir okkur komið að vinna titil fyrir félagið. Það er aðeins tvennt sem kemur til greina í úrslitaleik eins og þessum. Annaðhvort verða mikil vonbrigði eða tóm hamingja. Vonandi skilar góður undirbúningur hamingjusömum endi á þessum leik." Willum er ánægður með hvernig sumarið hefur gengið og segist vera búinn að ná þeim markmiðum sem sett voru fyrir mót. "Fyrsta markmið var að tryggja tilverurétt okkar í efstu deild. Síðan settum við okkur markmið að vera í toppbaráttunni í Landsbankadeildinni og nú er Valur komið í Evrópukeppni. Þannig að öllum markmiðum hefur verið náð. Nú verðum við bara ljúka að sumrinu með bikarmeistaratitli."
Íslenski boltinn Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sjá meira