Innlent

Aron Pálmi enn í rútunni

Aron Pálmi Ágústsson komst um borð í rútu á vegum Rauða krossins í gær og er enn í þeirri rútu á leið burt frá hættusvæðinu. Hann segist vera þreyttur á langsetu í rútu en nær tuttugu tímar eru síðan hann lagði af stað frá heimili sínu í Beaumont. Hann segist hvorki hafa fengið vott né þurrt á leiðinni og er því orkulaus og þvældur. Rútan silast áfram í einum stórum umferðarhnút sem ekki virðist komast lönd né strönd. Aron veit ekki hvert ferðinni er heitið og segir einu upplýsingarnar sem hann hafi fengið vera þær að þeim verði fundið pláss einhvers staðar.   Ríta stefnir nú að ströndum Texas. Beaumont, heimabært Arons, er meðal þeirra bæja sem spáð er að verst verði úti í fellibylnum og þaðan eru nánast allir flúnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×