Innlent

Fann ekki Íbúðalánasjóð

"Ég ók fram og til baka um Borgartúnið og marga hringi kringum hringtorgin tvö," segir Sophus Klein Jóhannsson sem átti erindi í Íbúðalánasjóð á dögunum. Lengi vel leit út fyrir að Sophus fær erindisleysu því honum gekk ómögulega að finna skrifstofur sjóðsins en um það bil þegar þolinmæði og tími hans voru að þrjóta, rataði hann á réttan stað. Skrifstofur Íbúðalánasjóðs eru í húsi sem nefnt er Höfðaborg og stendur við Borgartún 21. Þar er einnig fjöldi annarra ríkisstofnana, til dæmis, Fasteignamatið, Lánasýslan, Barnaverndarstofa, Neytendastofa og Ríkissáttasemjari. Ekkert utan á húsinu gefur til kynna hvað fram fer innandyra og við það er Sophus Klein ósáttur. "Það ætti að setja upp skilti eða fána svo maður viti í hvaða húsi Íbúðalánasjóður er," segir hann og er þeirri ábendingu mér með komið á framfæri við forsvarsmenn sjóðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×