Erlent

Merkel og Schröder ræðast við

Gerhard Schröder, leiðtogi Jafnaðarmanna, og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, hefja í dag stjórnarmyndunarviðræður í kjölfar kosninganna til þýska sambandsþingsins á sunnudag. Búist er við erfiðum viðræðum, en bæði Merkel og Schröder hafa fagnað góðum árangri í kosningunum og gera bæði tilkall til kanslaraembættisins. Merkel leggur á það áherslu að hún hafi fengið skýrt umboð til að leiða stjórnarmyndunarviðræðurnar og hvetur Schröder til að sætta sig við þá staðreynd að flokkur hans sé ekki lengur stærsti flokkur landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×