Erlent

Sextíu látnir í flóðum í SA-Asíu

Meira en sextíu manns hafa látist af völdum mikilla vinda og flóða í suðurhluta Asíu undanfarna daga. Hundraða er saknað og óttast er að flestir þeirra finnist aldrei. Í Bangladess og á Indónesíu hafa meira en hundrað þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín í strandhéruðum þar sem yfirborð sjávar hefur hækkað um allt að þrjá metra. Margir geta ekki snúið aftur því minnst sjö þúsund hús eru gjörónýt eftir vatnselginn. Þegar er búið að koma upp nokkur hundruð neyðarskýlum og unnið er hörðum höndum að því að koma upp fleirum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×