Erlent

Ræða atvik í Basra í dag

Forsætisráðherra Íraks hittir varnarmálaráðherra Bretlands í Lundúnum í dag til þess að ræða frelsun breskra hermanna á tveim félögum sínum sem höfðu verið handteknir í borginni Basra. Írakar hafa tekið hófsamlega á þessu máli og ekki tekið sterkara til orða en að segja að það sé óheppilegt. Bretar segja hins vegar að hermenn þeirra hafi brugðist rétt við. Mennirnir tveir sem handteknir voru hafi verið seldir í hendur vopnaðra sjítamúslima og líf þeirra hafi verið í hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×