Innlent

Sigldi á bryggjuna í Reyðarfirði

Erlent leiguskip, sem var að koma með byggingarefni í álverið á Reyðarfirði fyrr í vikunni, sigldi á nýju bryggjuna þar og olli einhverjum skemmdum auk þess sem skipið skemmdist lítils háttar. Það getur þó haldið för sinni áfram án fullnaðarviðgerðar. Þetta er annað skipið sem siglir á nýju bryggjuna með nokkurra daga millibili en aðeins fimm skip hafa alls lagst að nýju bryggjunni. Í fyrra tilvikinu urðu líka skemmdir á bryggjunni. Engin dráttarbátur er til taks til að aðstoða skip sem eru að leggja að og er ekki ráðgert að svo verði fyrr en næst sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×