Innlent

3-4% ungra kvenna með átröskun

Þrjú til fjögur prósent ungra kvenna hafa átröskun af einhverju tagi. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra vill setja 16-18 milljónir króna í meðferðarúrræði strax í haust. Ein til þrjár konur koma í fyrsta skipti á bráðavakt geðdeildarinnar í hverri viku. Það sýnir þó engan veginn umfang vandans því að fjöldamargar konur eru veikar heima og leita sér ekki hjálpar eða kaupa þjónustu einkaaðila úti í bæ. Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlæknir og Margrét Gísladóttir hjúkrunarfræðingur sögðu á Talstöðinni í morgun að deildin væri engan veginn nógu vel í stakk búin til að taka á vandanum og veita öllum þessum konum meðferð. Til þess þyrfti öfluga göngudeild, dagdeild og endurhæfingarúrræði. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra lofar 16-18 milljónum króna sem hann segir að geri deildinni kleift að bæta við fjórum stöðugildum en þeir starfsmenn myndu eingöngu fást við átröskunartilfelli.   



Fleiri fréttir

Sjá meira


×