Erlent

Óþreyjan vex

Risið á fólkinu sem leitaði skjóls á Louisiana Superdome leikvanginum undan Katrínu var orðið verulega lágt í gær. Mikill hiti og raki myndaðist í höllinni þar sem loftræsting hennar virkaði ekki vegna rafmagnsleysis og óþrifnaður og rusl var farið að valda vandamálum. "Mér er sama hversu illa farið húsið mitt er, það getur ekki verið verra en þetta," sagði Ruby Jackson, 56 ára, önug á svip. Vonleysið óx enn þegar fréttist hversu miklar skemmdirnar væru og líklega kæmist enginn heim fyrr en í fyrsta lagi á mánudaginn. Höllin er umflotin vatni og því kemst enginn lönd né strönd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×