Búum okkur undir erfiðan leik 20. ágúst 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag sinn eina heimaleik í ár gegn Hvíta-Rússlandi. Jörundur Áki þjálfari segir andann í íslenska liðinu vera góðan. „Rússar eru mikil fótboltaþjóð og við búum okkur undir það að þetta verði erfið viðureign. Við ætlum að fara í hana af fullum krafti og með mikið sjálfstraust. Annars þekki ég þetta lið lítið, hef reynt mikið að fá upplýsingar um þetta lið en það virðist vera alveg ómögulegt," sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem mætir Hvíta-Rússlandi klukkan tvö í dag. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðli fyrir undankeppni HM 2007 en auk Íslands og Hvíta Rússlands eru Portúgal, Svíþjóð og Tékkland í riðlinum. Svíþjóð sigurstranglegasta liðið „Það er nokkuð ljóst að Svíþjóð er sigurtranglegasta þjóðin enda hefur liðið verið að leika um verðlaun á síðustu stórmótum og er eitt besta lið í heiminum. Besta félagsdeild í heimi í kvennaboltanum er einmitt í Svíþjóð og flestir reikna með því að þær vinni þennan riðil. En við verðum að gera okkar allra besta enda er bara eitt lið sem kemst upp," sagði Jörundur en í hópi hans er einn nýliði, Greta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðablik. „Greta hefur verið að spila rosalega vel í sumar. Það er kærkomið tækifæri fyrir hana að komast inn í þennan hóp því hún er framtíðarlandsliðsmaður," Mikil eftirvænting Jörundur segir góðan anda ríkja í hópnum og það sé búin að vera mikil eftirvænting eftir að hefja þessa keppni. „Alltaf þegar þessi hópur kemur saman þá er mikið fjör en einnig mikill metnaður fyrir því að ná árangri og það skiptir máli. Stelpurnar hafa fengið mjög góðan stuðning undanfarin ár og vonandi verður framhald á því. Það er ókeypis aðgangur á leikinn og vonandi fjölmennir fólk," sagði Jörundur. Byrjunarlið Íslands: Leikaðferðin er 4-4-2Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir. Varnarmenn: Erla Hendriksdóttir Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Dóra Stefánsdóttir Erna Björk Sigurðardóttir. Miðjumenn: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Edda Garðarsdóttir Laufey Ólafsdóttir Dóra María Lárusdóttir. Framherjar: Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði) Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag sinn eina heimaleik í ár gegn Hvíta-Rússlandi. Jörundur Áki þjálfari segir andann í íslenska liðinu vera góðan. „Rússar eru mikil fótboltaþjóð og við búum okkur undir það að þetta verði erfið viðureign. Við ætlum að fara í hana af fullum krafti og með mikið sjálfstraust. Annars þekki ég þetta lið lítið, hef reynt mikið að fá upplýsingar um þetta lið en það virðist vera alveg ómögulegt," sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem mætir Hvíta-Rússlandi klukkan tvö í dag. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðli fyrir undankeppni HM 2007 en auk Íslands og Hvíta Rússlands eru Portúgal, Svíþjóð og Tékkland í riðlinum. Svíþjóð sigurstranglegasta liðið „Það er nokkuð ljóst að Svíþjóð er sigurtranglegasta þjóðin enda hefur liðið verið að leika um verðlaun á síðustu stórmótum og er eitt besta lið í heiminum. Besta félagsdeild í heimi í kvennaboltanum er einmitt í Svíþjóð og flestir reikna með því að þær vinni þennan riðil. En við verðum að gera okkar allra besta enda er bara eitt lið sem kemst upp," sagði Jörundur en í hópi hans er einn nýliði, Greta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðablik. „Greta hefur verið að spila rosalega vel í sumar. Það er kærkomið tækifæri fyrir hana að komast inn í þennan hóp því hún er framtíðarlandsliðsmaður," Mikil eftirvænting Jörundur segir góðan anda ríkja í hópnum og það sé búin að vera mikil eftirvænting eftir að hefja þessa keppni. „Alltaf þegar þessi hópur kemur saman þá er mikið fjör en einnig mikill metnaður fyrir því að ná árangri og það skiptir máli. Stelpurnar hafa fengið mjög góðan stuðning undanfarin ár og vonandi verður framhald á því. Það er ókeypis aðgangur á leikinn og vonandi fjölmennir fólk," sagði Jörundur. Byrjunarlið Íslands: Leikaðferðin er 4-4-2Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir. Varnarmenn: Erla Hendriksdóttir Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Dóra Stefánsdóttir Erna Björk Sigurðardóttir. Miðjumenn: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Edda Garðarsdóttir Laufey Ólafsdóttir Dóra María Lárusdóttir. Framherjar: Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði) Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira