Innlent

Væntanleg úttekt á Skipulagssjóði

Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar hefur lagt fram skýrslu um kaup borgarinnar á Stjörnubíósreit og útboði á framkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar á reitnum. Í samantekt skýrslunnar segir m.a. að kaupverðið á reitnum hafi verið ásættanlegt fyrir Reykjavíkurborg og að ekkert hafi komið fram í athugun deildarinnar sem gefi til kynna að ekki hafi verið farið eftir samþykktum borgarinnar við útboðið. Hins vegar gerir Innri endurskoðun athugasemdir við að skort hafi á formfestu við málsmeðferðina og þá sérstaklega skjölun gagna. Skýrslan í heild fylgir í viðhengi. Í tilefni skýrslunnar bókuðu borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans eftirfarandi: Úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á kaupunum leiðir í ljós að kaupverðið á eigninni var eðlilegt, enda leiddi útboðið til þess að Reykjavíkurborg endurseldi byggingarréttinn á lóðinni með hagnaði jafnframt því að fjölga bílastæðum á austari hluta Laugavegar. Ábendingar Innri endurskoðunar varðandi utanumhald gagna hjá Skipulagssjóði ber stjórnsýslunni að taka alvarlega en skv. starfsáætlun Innri endurskoðunar er væntanleg sérstök úttekt á málefnum sjóðsins. Við umræður um málið í borgarstjórn á sínum tíma dylgjuðu sjálfstæðismenn mikið um kaup borgarinnar á Stjörnubíósreitnum Undir forystu núverandi dómsmálaráðherra var málið í heild sinni dregið niður á afar lágt plan. Þessi úttekt staðfestir að kaupverðið á eigninni var eðlilegt og sýnir svo ekki verði um villst að sjálfstæðismenn í borgarstjórn fóru offari í málinu. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu: Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru fyrst að sjá skýrslu Innri endurskoðunar um Stjörnubíósreitin nú á þessum fundi, en áskilja sér rétt til að bóka síðar vegna þessa máls og meðferð þess enda margt þar sem krefst frekari athugunar og skýringa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×