R-listasamstarf hangir á bláþræði 9. ágúst 2005 00:01 Samstarf R-lista flokkanna hangir á bláþræði. Viðræðunefnd flokkanna hefur setið á fundi í miðbænum síðan klukkan 5. Svartsýni ríkir um áframhaldandi samstarf. Fundurinn, sem hófst klukkan fimm, var mjög leynilegur og lögðu fundarmenn mikið á sig að halda því leyndu hvar hann væri haldinn. Fulltrúar Vinstri - grænna sögðu fyrir fundinn að þeir væru vissir um að fundurinn yrði fínn þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir byggjust við einhverjum árangri á honum. Aðspurð hvort þeir væru hræddir um að R-listasamstarfið spryngi í kvöld sögðust þau ekki vera það enda væri það ekki í þeirra valdið að binda enda á samstarfið, þau væru fulltrúar í viðræðunefnd sem legðu hlutina fyrir stjórn Vinstri - grænna í Reykjavík. Þorlákur Björnsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í viðræðunefndinni, sagðist aðspurður að hann ætti von á því að fundurinn færi vel. Aðspurður hvort hann vissi hvaða tillögur Samfylkingin ætlaði að leggja fram sagðist Þorlákur ekki vita það en vonaði að þær væru góðar. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 herma að sú tillaga sem helst verður rædd á fundinum sé mjög keimlík tillögu framsóknarmanna sem lögð var fram í sumar. Þar er gert ráð fyrir að Samfylkingin fái þrjá menn, Vinstri - grænir tvo og Framsókn tvo og að leiðtogaprófkjör verði haldið í kjölfarið þar sem áttundi maðurinn kemur inn. Líklegt þykir að sá maður komi frá Samfylkingunni. Heimildarmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja mjög ólíklegt að Vinstri - grænir gangi að þessari tillögu, sérstaklega hvað varðar leiðtogaprófkjörið. Talið er líklegt að framsóknarmenn samþykki tillöguna. Samfylkingarfólk sem fréttastofan hefur rætt við segir það fýsilegan kost að Samfylkingin bjóði ein fram í næstu borgarstjórnarkosningum og nái fjórum mönnum inn. Þá opnist góður möguleiki fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til að ná sterkri stöðu fyrir alþingiskosningarnar 2007 fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihluta í borginni þar sem almenningur muni ekki geta hugsað sér að sjá Sjálfstæðisflokkinn við völd í borginni og í landsmálunum. Þessi kostur virðist því vera uppi á borðinu hjá Samfylkingarfólki en fundurinn í kvöld mun að öllum líkindum leiða í ljós hvort sátt náist um áframhaldandi samstarf. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Samstarf R-lista flokkanna hangir á bláþræði. Viðræðunefnd flokkanna hefur setið á fundi í miðbænum síðan klukkan 5. Svartsýni ríkir um áframhaldandi samstarf. Fundurinn, sem hófst klukkan fimm, var mjög leynilegur og lögðu fundarmenn mikið á sig að halda því leyndu hvar hann væri haldinn. Fulltrúar Vinstri - grænna sögðu fyrir fundinn að þeir væru vissir um að fundurinn yrði fínn þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir byggjust við einhverjum árangri á honum. Aðspurð hvort þeir væru hræddir um að R-listasamstarfið spryngi í kvöld sögðust þau ekki vera það enda væri það ekki í þeirra valdið að binda enda á samstarfið, þau væru fulltrúar í viðræðunefnd sem legðu hlutina fyrir stjórn Vinstri - grænna í Reykjavík. Þorlákur Björnsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í viðræðunefndinni, sagðist aðspurður að hann ætti von á því að fundurinn færi vel. Aðspurður hvort hann vissi hvaða tillögur Samfylkingin ætlaði að leggja fram sagðist Þorlákur ekki vita það en vonaði að þær væru góðar. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 herma að sú tillaga sem helst verður rædd á fundinum sé mjög keimlík tillögu framsóknarmanna sem lögð var fram í sumar. Þar er gert ráð fyrir að Samfylkingin fái þrjá menn, Vinstri - grænir tvo og Framsókn tvo og að leiðtogaprófkjör verði haldið í kjölfarið þar sem áttundi maðurinn kemur inn. Líklegt þykir að sá maður komi frá Samfylkingunni. Heimildarmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja mjög ólíklegt að Vinstri - grænir gangi að þessari tillögu, sérstaklega hvað varðar leiðtogaprófkjörið. Talið er líklegt að framsóknarmenn samþykki tillöguna. Samfylkingarfólk sem fréttastofan hefur rætt við segir það fýsilegan kost að Samfylkingin bjóði ein fram í næstu borgarstjórnarkosningum og nái fjórum mönnum inn. Þá opnist góður möguleiki fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til að ná sterkri stöðu fyrir alþingiskosningarnar 2007 fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihluta í borginni þar sem almenningur muni ekki geta hugsað sér að sjá Sjálfstæðisflokkinn við völd í borginni og í landsmálunum. Þessi kostur virðist því vera uppi á borðinu hjá Samfylkingarfólki en fundurinn í kvöld mun að öllum líkindum leiða í ljós hvort sátt náist um áframhaldandi samstarf.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira