Innlent

Trúnaðarbrot ástæða brotthvarfs?

Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA segir nú að brotthvarf framkvæmdastjóra KEA standi ekki í sambandi við að hann hafi viljað fara í langt fæðingarorlof, heldur sé um að ræða trúnaðarbrot hans á öðrum vettvangi. Þetta kom fram í máli Benedikts í þáttunum Íslandi í dag og Kastljósi í gærkvöldi og kemur þvert á sameiginlega yfirlýsingu þeirra Benedikts og Andra Teitssonar fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir nokkrum dögum, um ástæður fyrir brotthvarfi Andra frá KEA. Staðhæfing Benedikts gengur líka þvert á yfirlýsingu Úlfhildar Rögnvaldsdóttur stjórnarmanns í KEA, sem hún sendi frá sér undir kvöld í gærkvöldi í tilefni þeirra orða Benedikts Sigurðarsonar stjórnarformanns KEA að lög um fæðingar- og foreldraorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum sem gengi lykilstöðum í sínum fyrirtækjum. Úlfhildur segir þessi orð ekki endurspegla skoðun sína enda telji hún lögin ótvíræð, burtséð frá stöðu viðkomandi og hversu hentugt það sé viðkomandi fyrirtæki að foreldri taki sér fæðingarorlof. Þetta hafi hún látið bóka á fundi um starfslok Andra Teitssonar, en ekki verður annað af þessari yfirlýsingu skilið að það hafi einmitt verið fæðingarorlofið, sem var til umræðu, en ekki trúnaðarbort á örðum vettvangi. Í kjölfar þessarar yfirlýsingar kom svo önnur frá sex öðrum stjórnarmönnum í KEA þar sem þeir segja að stjórnin hafi ekki tekið sameiginlega afstöðu til laga um fæðingarorlof, sem á að líkindum að þýða að það sem Benedikt tjái sig um afstöðu til fæðingarorlofs, sé hans eigin skoðun. Fréttastofan náði sambandi við Andra Teitsson fráfarandi framkvæmdastjóra nú laust fyrir hádegi og vildi hann ekkert tjá sig um fyllyrðingu Benedikts um trúnaðarbrest á örðum vettvangi en fæðingarorlofsins, þannig að trúnaðarbrestur virðist vera mergur málsins, en ekki fæðingarorlofið.-



Fleiri fréttir

Sjá meira


×