Innlent

Ekki búið að lofa stækkun

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að ekki sé búið að lofa Alcan stækkun álvers í Straumsvík þrátt fyrir að fyrirtækinu hafi verið selt land undir stækkunina. Hann vill kynna málið fyrir bæjarbúum og segir það vera í eðlilegum farvegi. Í fréttum um helgina undraðis Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, að hugmyndir væru uppi um að íbúar Hafnarfjarðar fengju að kjósa um stækkun Álversins í Staumsvík. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að unnið sé að skipulagi við álverið og þar um kring og að sú vinna þurfi að fara í gegnum ákveðið ferli.  Hann sagði að ekkert lægi fyrir og að málið væri í ákveðnum farvegi og verið væri að vinna að verkefninu í ágætis samvinnu milli álversins og bæjarins. Hann sagði að nú væri verið að fara með deiliskipulagstillögur til kynningar fyrir bæjarbúa og þeirra sem hagsmuna hafa að gæta. Hann sagði verkefni bæjarstjórnar vera að upplýsa bæjarbúa vel um allar forsendur þess skipulags þar sem gengið er út frá mögulegri stækkun álversins. Hann sagði þá hugmynd að bæjarbúar fengju hugsanlega að kjósa um stækkunina hafa verið á borðinu en engin ákvörðn hafi verið tekin. Bæjarraðsmenn hafa verið sammála um að vera ekki að taka af skarið um þær hugmyndir fyrr en að kynningarferli loknu. Lúðvík segir ummæli Hrannars ekki vera þess eðlis að hægt sé að stilla þessu upp svona því það séu margir þættir sem taka þurfi tillit til



Fleiri fréttir

Sjá meira


×