Innlent

Höfn við túnfót móður sinnar

"Þetta er svona eins og bílastæðið okkar við húsið hennar mömmu," segir Sveinn Lyngmo byggingatæknifræðingur sem hefur hannað höfn við Höfðaströnd við Ísafarðardjúp ásamt sex bræðrum sínum. Sveinn segir þá flesta hafa lagt hönd á plóg. Móðir þeirra á jörð og hús við Höfðaströnd en þangað liggur engin vegur og ekkert hafnarstæði er í grenndinni. "Áður en þessi bryggja kom þurftum við að láta bátinn liggja úti á legafærum og fara svo með farangur og vistir til lands á gúmmíbát," útskýrir Sveinn. Hafnarbakkinn samanstendur af fjórum röðum af fiskikörum sem hvíla hvert ofan á öðru og þegar að flóð er nær dýpið í lóninu um tveimur metrum. Framkvæmdin er þó það mikil um sig að fimmtán tonna rækjubátur gat lagt við hana fyrir skemmstu. Annars vill Sveinn ekkert segja um það hversu stórum bátum er óhætt í lónið. "Við bræður komumst þetta á okkar Sómabát sem er um rúm fimm tonn en svo fer þetta bara hver og einn á eigin ábyrgð," segir hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×