Innlent

Ekki mikla vatnavexti að sjá

Hlaup er hafið í Skaftá. Að sögn Sverris Elefsens hjá vatnamælingum Orkustofnunar er ekki mikla vatnavexti að sjá ennþá. Hann segir að fyrstu merki um hlaup séu frá því milli klukkan 4 og 5 í morgun þegar regluleg dægursveifla í rennslinu hætti og það byrjaði að aukast hægt og rólega. Síðan þá hefur rennsli og leiðni aukist hægt og er rennslið nú um 270 rúmmetrar á sekúndu. Eins er rafleiðnin að aukast sem bendir til þess að jarðhitavatn sé komið í ána og þar með hafið hlaup. Sverrir treystir sér ekki til að spá fyrir um hvenær hlaupið gæti náð hámarki en hann segir að það verði líklega svipað og síðast, eða fyrir tveimur árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×