Sex barna móðir vann lottópottinn 31. júlí 2005 00:01 Helsta áhyggjuefni hinnar 45 ára gömlu Dolores McNamara í síðustu viku var hvernig hún ætti að hafa ráð á skólaeinkennisbúningum fyrir börnin sín í haust. Á föstudaginn keypti hún miða í Evrópulottóinu fyrir 200 krónur íslenskar og nokkrum klukkustundum síðar var hún orðin níu milljörðum króna ríkari þegar hún vann stærsta lottóvinning í sögu Evrópu. Dolores var stödd á hverfiskránni sinni í á Írlandi þegar tölurnar voru dregnar út í sjónvarpinu. Vinur hennar, leigubílstjórinn Jackie Greer, segir að Dolores hafi setið sem steinrunnin í tíu mínútur eftir dráttinn, en síðan hafi tár farið að streyma niður kinnar hennar. Hann bætti við að vinningurinn hefði ekki getað fallið indælli manneskju í skaut. Mikil fagnaðarlæti brutust út á kránni eftir að ljóst var að Dolores hafði unnið og kampavín var borið fram fyrir gesti í kassavís. Þegar leið á nóttina var bankastjórinn í bænum ræstur út og Dolores kom miðanum í örugga geymslu í bankanum. Bankastjórinn ók Dolores síðan aftur á krána þar sem vinir hennar samglöddust með henni fram á rauðan morgun. Dolores er sex barna móðir og einn sona hennar, Dean, sem hélt upp á fimmtán ára afmæli sitt sama dag, segist helst hafa óttast um heilsu föður síns þegar honum bærust fréttirnar en hann hefur nýlega undirgengist þrefalda hjartaþræðingu. Dean segist eiga von á veglegri afmælisgjöf en alla jafna, en hann segist þó enn stefna að því að verða múrari eins og pabbi sinn. Með því að vinna andvirði níu milljarða króna rauk Dolores upp í 650. sæti yfir ríkasta fólk Bretlands. Hún varð til að mynda í einu vetfangi ríkari en David Beckham og Victoria kona hans sem eiga „aðeins“ átta milljarða króna. Og þess má til gamans geta að ef Dolores velur að ávaxta milljarðana sína á almennum bankareikningi þá fengi hún 33 milljónir króna í vexti á mánuði. Erlent Menning Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Helsta áhyggjuefni hinnar 45 ára gömlu Dolores McNamara í síðustu viku var hvernig hún ætti að hafa ráð á skólaeinkennisbúningum fyrir börnin sín í haust. Á föstudaginn keypti hún miða í Evrópulottóinu fyrir 200 krónur íslenskar og nokkrum klukkustundum síðar var hún orðin níu milljörðum króna ríkari þegar hún vann stærsta lottóvinning í sögu Evrópu. Dolores var stödd á hverfiskránni sinni í á Írlandi þegar tölurnar voru dregnar út í sjónvarpinu. Vinur hennar, leigubílstjórinn Jackie Greer, segir að Dolores hafi setið sem steinrunnin í tíu mínútur eftir dráttinn, en síðan hafi tár farið að streyma niður kinnar hennar. Hann bætti við að vinningurinn hefði ekki getað fallið indælli manneskju í skaut. Mikil fagnaðarlæti brutust út á kránni eftir að ljóst var að Dolores hafði unnið og kampavín var borið fram fyrir gesti í kassavís. Þegar leið á nóttina var bankastjórinn í bænum ræstur út og Dolores kom miðanum í örugga geymslu í bankanum. Bankastjórinn ók Dolores síðan aftur á krána þar sem vinir hennar samglöddust með henni fram á rauðan morgun. Dolores er sex barna móðir og einn sona hennar, Dean, sem hélt upp á fimmtán ára afmæli sitt sama dag, segist helst hafa óttast um heilsu föður síns þegar honum bærust fréttirnar en hann hefur nýlega undirgengist þrefalda hjartaþræðingu. Dean segist eiga von á veglegri afmælisgjöf en alla jafna, en hann segist þó enn stefna að því að verða múrari eins og pabbi sinn. Með því að vinna andvirði níu milljarða króna rauk Dolores upp í 650. sæti yfir ríkasta fólk Bretlands. Hún varð til að mynda í einu vetfangi ríkari en David Beckham og Victoria kona hans sem eiga „aðeins“ átta milljarða króna. Og þess má til gamans geta að ef Dolores velur að ávaxta milljarðana sína á almennum bankareikningi þá fengi hún 33 milljónir króna í vexti á mánuði.
Erlent Menning Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira