Sex barna móðir vann lottópottinn 31. júlí 2005 00:01 Helsta áhyggjuefni hinnar 45 ára gömlu Dolores McNamara í síðustu viku var hvernig hún ætti að hafa ráð á skólaeinkennisbúningum fyrir börnin sín í haust. Á föstudaginn keypti hún miða í Evrópulottóinu fyrir 200 krónur íslenskar og nokkrum klukkustundum síðar var hún orðin níu milljörðum króna ríkari þegar hún vann stærsta lottóvinning í sögu Evrópu. Dolores var stödd á hverfiskránni sinni í á Írlandi þegar tölurnar voru dregnar út í sjónvarpinu. Vinur hennar, leigubílstjórinn Jackie Greer, segir að Dolores hafi setið sem steinrunnin í tíu mínútur eftir dráttinn, en síðan hafi tár farið að streyma niður kinnar hennar. Hann bætti við að vinningurinn hefði ekki getað fallið indælli manneskju í skaut. Mikil fagnaðarlæti brutust út á kránni eftir að ljóst var að Dolores hafði unnið og kampavín var borið fram fyrir gesti í kassavís. Þegar leið á nóttina var bankastjórinn í bænum ræstur út og Dolores kom miðanum í örugga geymslu í bankanum. Bankastjórinn ók Dolores síðan aftur á krána þar sem vinir hennar samglöddust með henni fram á rauðan morgun. Dolores er sex barna móðir og einn sona hennar, Dean, sem hélt upp á fimmtán ára afmæli sitt sama dag, segist helst hafa óttast um heilsu föður síns þegar honum bærust fréttirnar en hann hefur nýlega undirgengist þrefalda hjartaþræðingu. Dean segist eiga von á veglegri afmælisgjöf en alla jafna, en hann segist þó enn stefna að því að verða múrari eins og pabbi sinn. Með því að vinna andvirði níu milljarða króna rauk Dolores upp í 650. sæti yfir ríkasta fólk Bretlands. Hún varð til að mynda í einu vetfangi ríkari en David Beckham og Victoria kona hans sem eiga „aðeins“ átta milljarða króna. Og þess má til gamans geta að ef Dolores velur að ávaxta milljarðana sína á almennum bankareikningi þá fengi hún 33 milljónir króna í vexti á mánuði. Erlent Menning Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Helsta áhyggjuefni hinnar 45 ára gömlu Dolores McNamara í síðustu viku var hvernig hún ætti að hafa ráð á skólaeinkennisbúningum fyrir börnin sín í haust. Á föstudaginn keypti hún miða í Evrópulottóinu fyrir 200 krónur íslenskar og nokkrum klukkustundum síðar var hún orðin níu milljörðum króna ríkari þegar hún vann stærsta lottóvinning í sögu Evrópu. Dolores var stödd á hverfiskránni sinni í á Írlandi þegar tölurnar voru dregnar út í sjónvarpinu. Vinur hennar, leigubílstjórinn Jackie Greer, segir að Dolores hafi setið sem steinrunnin í tíu mínútur eftir dráttinn, en síðan hafi tár farið að streyma niður kinnar hennar. Hann bætti við að vinningurinn hefði ekki getað fallið indælli manneskju í skaut. Mikil fagnaðarlæti brutust út á kránni eftir að ljóst var að Dolores hafði unnið og kampavín var borið fram fyrir gesti í kassavís. Þegar leið á nóttina var bankastjórinn í bænum ræstur út og Dolores kom miðanum í örugga geymslu í bankanum. Bankastjórinn ók Dolores síðan aftur á krána þar sem vinir hennar samglöddust með henni fram á rauðan morgun. Dolores er sex barna móðir og einn sona hennar, Dean, sem hélt upp á fimmtán ára afmæli sitt sama dag, segist helst hafa óttast um heilsu föður síns þegar honum bærust fréttirnar en hann hefur nýlega undirgengist þrefalda hjartaþræðingu. Dean segist eiga von á veglegri afmælisgjöf en alla jafna, en hann segist þó enn stefna að því að verða múrari eins og pabbi sinn. Með því að vinna andvirði níu milljarða króna rauk Dolores upp í 650. sæti yfir ríkasta fólk Bretlands. Hún varð til að mynda í einu vetfangi ríkari en David Beckham og Victoria kona hans sem eiga „aðeins“ átta milljarða króna. Og þess má til gamans geta að ef Dolores velur að ávaxta milljarðana sína á almennum bankareikningi þá fengi hún 33 milljónir króna í vexti á mánuði.
Erlent Menning Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira