Innlent

Íslensk mynd í Hollywood

"Ég get ekki upplýst hverjir þetta eru sem standa, þetta er á byrjunarstigi og ekkert hefur verið ákveðið með framleiðslu. Þetta er hins vegar mjög spennandi verkefni og kannski vonir til þess að þetta komist einhvern tímann á framleiðslustig," segir Óttar Sveinsson metsölurithöfundur. Unnið hefur verið að undirbúningi að gerð kvikmyndar um metsölubókina Útkall á jólanótt eftir Óttar Sveinsson í Hollywood í Bandaríkjunum síðustu mánuði en Óttar segir málið á frumstigi og segir að tíminn leiði það í ljós hvort af myndinni verði. Bókin Útkall á jólanótt segir frá því þegar flutningaskipið Suðurland fórst á Atlantshafi á leið sinni til Murmansk í Sovétríkjunum en sex skipverjar fórust í slysinu og fimm komust af. Bókin er sjötta bók Óttars í hinum svokölluðu Útkalls-bókum sem Óttar hefur skrifað um árabil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×